Valmynd Leit

Kumpáni

Kumpáni

Kumpáni, félag félagsvísindanema við Háskólann á Akureyri

Kumpáni var stofnaður vorið 2004 og skiptist þá í lögfræði og félagsvísindi, eftir að hafa verið eitt ár undir Magister. Til gamans má geta að fyrstu önnina var félagið án nafns en nafnið Kumpáni var valið um haustið á stofnárinu.

Árið 2005 stofnuðu laganemar við Háskólann á Akureyri, Þemis félag laganema sem fyrst um sinn var undirfélag Kumpána. Það var svo 2009 sem Þemis klauf sig frá Kumpána og varð sjálfstætt deildarfélag FSHA.

Kumpáni er kraftmikið félag sem vinnur að því að gæta hagsmuna stúdenta og að halda uppi öflugu félagslífi til að gera námið örlítið bærilegra. Kumpáni leggur mikinn metnað í að þjónusta þennan stóra hóp stúdenta sem undir félagið heyra með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval viðburða og skemmtana.
Kumpáni gefur út skólablaðið Félaga, þar sem stúdentar fá tækifæri til þess að spreyta sig í blaðamennsku, auk þess að kynnast skólanum nánar og fólkinu sem stundar nám við skólann.

Kumpáni stefnir að því að fara í fjöldann allan af vísindaferðum auk þess að standa fyrir bjórkvöldum og skemmtiferðum. Meðal fyrirtækja sem farið hefur verið í undanfarin ár eru Mjólkursamsalan, Kaffi Kú, Ölgerðin Vífilfell, Arion banki, Kaldi Bruggverksmiðja og fleiri. Bjórkvöld verða svo haldin reglulega á skemmtistöðum Akureyrar. Einnig er planið að fara í skemmtiferðir í Lasertag, keilu og fleira sem og að halda nokkur menningarkvöld á Kaffi Költ. 

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!

Félag stúdenta viđ Háskólann á Akureyri

Sólborg v/norđurslóđ
              kt. 420888-2799         

600 Akureyri, Iceland              fsha@fsha.is              S. 460 8094 / 840 8030
 

Skráđu ţig á póstlistann