Skemmtanamál

SHA býður upp á fjölbreytt skemmtanalíf fyrir stúdenta. Meðal viðburða á vegum félagsins má nefna móttöku nýnema í upphafi haustmisseris þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir í háskólasamfélagið á Akureyri.

Hið árlega Sprellmót er haldið í lok september en þar etja aðildarfélögin kappi í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum og keppast um hinn eftirsótta Sprellmótsbikar.

Í lok janúar er farið í Stóru Vísó en þá fara stúdentar suður til Reykjavíkur og gefst þeim tækifæri til þess að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana sem tengjast námi stúdenta. Auk þess er ferðin frábært tækifæri til skemmtunar og myndunar nýrra vinatengsla.

Í mars er hápunktur skemmtanalífs skólans þegar árshátíðin er haldin fyrir alla nemendur skólans.